Brettum upp ermar Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:53 Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar