Stefnuleysi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til.
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun