Stjórnlaust heilbrigðiskerfi? Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun