Ábyrgð krúttanna Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 10:00 Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun