Lífsgæðakapphlaupið Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun