Nýtum tíma okkar betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:45 Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Danmörk Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Læknir á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á 7. áratug síðustu aldar lýsti muninum á Íslendingum og Dönum með eftirfarandi dæmisögu: Þegar Dani vaknar eftir aðgerð er það fyrsta sem hann segir: „Hvenær þarf ég að fara vinna?“ Íslendingur sem vaknar eftir aðgerð spyr hins vegar: „Hvenær má ég fara að vinna?“ Kannski höfum við á þeim tíma sem liðinn er nálgast frændur okkar þegar kemur að viðhorfi til vinnunnar. Hér ólust kynslóðir eftir kynslóðir upp við það að vinnan væri hin mesta dyggð og algengt að fólk væri í fleiri en einni vinnu. Þessi viðhorf voru auðvitað skiljanleg í ljósi aðstæðna. Hinar sögulegu undirstöðuatvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, kölluðu oft á allar hendur á dekk til að bjarga verðmætum. Það eimir enn eftir af gömlum viðhorfum til vinnunnar og þess vegna var það fagnaðarefni að við gerð lífskjarasamnings í vor náðust áfangar um styttingu vinnuvikunnar þótt ganga hefði mátt enn lengra. Danir hafa haft 37 stunda vinnuviku frá 1990 og í opinberri umræðu heyrast jafnvel raddir sem vilja fá 30 stunda vinnuviku. Alþjóðlegar rannsóknir benda einnig til þess að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það komi niður á framleiðni. Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar 2015. Eftir því sem á leið verkefnið og ljóst var að reynslan var góð var þátttakendum fjölgað. Þannig hefur rúmlega fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar unnið styttri vinnuviku undanfarið eitt og hálft ár. Verkefninu mun hins vegar ljúka um næstu mánaðamót og ljóst að mikil pressa verður sett á borgaryfirvöld í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna varanlega. Það er erfitt að taka slík réttindi af fólki sem kynnst hefur kostum þeirra. Reynsla af tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í hefur verið afar jákvæð. Starfsfólk er ánægðara í vinnunni og andleg og líkamleg líðan betri en áður. Aðalatriðið er hins vegar að fólk hefur meiri tíma til samvista með fjölskyldunni. Opinberu félögin sem nú standa í sínum kjaraviðræðum hafa lagt mikla áherslu á þessi málefni. Það er ekki hægt að ræða um styttingu vinnuvikunnar án þess að tengja viðfangsefnið þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin mun hafa í för með sér varðandi framtíð vinnunnar. Sérfræðingar eru sammála um að ýmis störf muni hverfa, mörg breytast og enn fleiri ný verða til með meiri sjálfvirknivæðingu. Framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sagði í samtali við Fréttablaðið í vor að hann óttaðist ekki að viðvarandi skortur yrði á störfum í framtíðinni. Hins vegar þurfi aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að undirbúa jarðveginn. Framtíðin bíði ekki eftir því að gerast heldur þurfum við að móta hana. Það er afar mikilvægt að þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni verði nýtt með hagsmuni almennings í huga. Styttri og sveigjanlegri vinnutími gegnir þar lykilhlutverki. Kjaraviðræðurnar á opinbera markaðnum eru prófsteinn á vilja stjórnvalda til að stíga alvöru skref í átt að vinnumarkaði framtíðarinnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun