Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 23:15 Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. vísir/getty Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira