Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Fyrstu sjö mánuði ársins fóru rúmlega 203 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll. Fréttablaðið/Anton Brink „Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00