Ferdinand Piech fyrrverandi formaður Volkswagen Group látinn Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 07:15 Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrrverandi formaður stjórnar Volkswagen Group og einn af meðlimum Porsche-fjölskyldunnar, Ferdinand Piech, er fallinn frá 82 ára að aldri. Ferdinand Piech var afabarn Ferdinands Porsche, hann var menntaður verkfræðingur og vann hjá Porsche frá árinu 1963 og var aðalmaðurinn í mótorsporthluta Porsche-fyrirtækisins til langs tíma. Piech hóf síðan störf hjá Audi árið 1972 og þar átti hann meðal annars mestan heiður af Audi Quattro bílnum sem vann allt sem hægt var að vinna í rallinu á sínum tíma. Síðan varð Piech forstjóri Volkswagen Group árið 1993 og átti stærstan þátt í að byggja upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims í dag. Hann var talinn ein áhrifamesta persóna heims í bílaheiminum.Lamborghini, Bugatti og Bentley Á meðan Piech var forstjóri keypti Volkswagen Group Lamborghini, Bugatti og Bentley merkin og innlimaði þau í Volkswagen Group. Sýnir það ef til vill best áhuga Piech á sport- og lúxusbílum. Ferdinand Piech tók síðan við formennsku stjórnar Volkswagen Group árið 2012 en lét af því starfi árið 2015 í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn í Porsche SE árið 2017 fyrir 148 milljarða króna svo ljóst má vera að hann lætur eftir sig mikla fjármuni. Ferdinand Piech var ávallt mjög tengdur mótorsporti og ók ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á áttræðisaldri.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Bílar Þýskaland Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira