Lýðræði allra Davíð Stefánsson skrifar 12. ágúst 2019 07:00 Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Það voru orð að sönnu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmála, þegar hann í grein hér í blaðinu sagði sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Nýrri þingsályktun er ætlað að marka heildarstefnu um sveitarstjórnarstigið. Sigurður Ingi sagði að sameina þurfi sveitarfélög til betri þjónustu. Í bígerð eru umbætur í opinberri stjórnsýslu til að efla sveitarstjórnarstigið sem á að að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og að sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu séu tryggð. Undir áherslu á lýðræði tökum við flest. Lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga er mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir nýlegri tilkynningu frá Hagstofunni um kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar kom fram að kjörsókn þeirra sem höfðu íslenskt ríkisfang hafi verið um 69,7 prósent. Auk Íslendinga eiga kosningarétt norrænir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Sama gildir um aðra erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eigi skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru 11.680 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt hér á landi. Þar af voru 989 frá öðrum Norðurlöndum og 10.691 frá öðrum ríkjum. Það er sláandi að sjá að einungis 2.151 erlendur ríkisborgari hafi nýtt kosningaréttinn. Kosningaþátttaka norrænna ríkisborgara var 51,4 prósent og annarra erlendra ríkisborgara 15,3 prósent. Til að bæta gráu ofan á svart er í þessum hópi helmingi minni kjörsókn hjá aldurshópi 18-29 ára en hjá 40 ára og eldri. Mögulegar ástæður fyrir þessari litlu þátttöku gætu verið tungumálaörðugleikar, skortur á upplýsingum eða efasemdir sem eiga rætur í upplifun kosninga í heimalandinu vegna spillingar eða annarra þátta. Efalítið segja einhverjir að lítil þátttaka sé eðlileg því menn ætli að staldra stutt við. En fimm ár eða meira eru talsverð dvöl. Margt þessa fólks hefur dvalið langdvölum hér án þess að nýta kosningaréttinn. Þessi litla kosningaþátttaka er vondar fréttir fyrir lýðræðislegt samfélag. Það að einungis 15,3 prósent erlendra ríkisborgara kjósi er óæskilegt. Sístækkandi hóp innflytjenda í íslensku samfélagi verður að virkja betur. Virk þátttaka borgara úr öllum hópum samfélagsins óháð uppruna og efnahag ýtir undir frelsi og sjálfstraust, eflir viðhorf og áhrif. Það að hafa sem fæsta afskipta í samfélaginu gerir það sterkara og betra. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 28. maí 2022. Þessir ríflega 1.000 dagar ættu að vera nægur tími fyrir ráðamenn sveitarfélaga til að huga að aðgerðum til aukinnar kosningaþátttöku allra. Koma svo!
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun