Gamall talsmaður auðmanna? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun