Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar