Hvað sem er: Opið bréf til Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins Kári Stefánsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Sigmundur Davíð, þetta er bréf sem fjallar um manninn sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka. Sigmundur Davíð, það var einu sinni forsætisráðherra á Íslandi sem samdi við kröfuhafa í þrotabú allra íslensku bankanna. Í húfi voru gífurlegir hagsmunir þjóðarinnar og má leiða að því rök að það hafi sjaldan eða aldrei verið gerðir samningar sem skiptu fólkið í landinu meira máli. Svo kom allt í einu í ljós að forsætisráðherrann var sjálfur einn af kröfuhöfunum. Hann var sem sagt að semja við sjálfan sig fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar honum var bent á þetta hélt hann því fram að það væri ekki svo vegna þess að það væri konan hans en ekki hann sjálfur sem ætti kröfurnar. Sú skýring virkar einfaldlega ekki vegna þess að fjárhagslegir hagsmunir hjóna eru þannig samofnir að hagsmunir hennar eru í raun hagsmunir hans. Í stað þess að skammast sín fór forsætisráðherrann að agnúast út í blaðamennina sem sögðu þjóðinni frá þessu; hélt því fram að um væri að ræða samsæri gegn honum meðan þjóðin leit á þetta sem samsæri hans gegn henni. Alvarleiki málsins er með öllu óháður því hvernig samningar náðust við kröfuhafa. Það eru einfaldlega býsna stór mistök þegar forsætisráðherra á hagsmuna að gæta í því að ná slæmum samningi fyrir hönd þjóðar sinnar. Þú varst þessi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð. Svo voru það einu sinni nokkrir alþingismenn sem fóru út á Klausturbarinn og drukku meira en góðu hófi gegndi og glötuðu um stundarsakir þeim hömlum sem leggja af mörkum til kurteisi í tali manna á milli. Afleiðingin var sú að þessir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar sögðu ýmislegt sem var alls ekki við hæfi. Þetta er í sjálfu sér ekki stórmerkilegt vegna þess að áfengi er eitur sem breytir starfsemi heilans á þann hátt að hann hugsar öðru vísi en honum er eðlilegt og það sem frá honum kemur í orðum hefur ekki bara tilhneigingu til þess að vera drafandi heldur líka óskynsamlegt. Flest okkar hafa lent í þessu og fæst okkar hafa efni á því að hneykslast á því að svona geti gerst yfirhöfuð þótt ýmislegt af því sem heyrðist á Klausturbarnum í þetta skiptið bendi til þess að þingmennirnir hafi ekki beinlínis verið á góðum stað áður en drykkjan hófst. Það sem gerði Klausturferð þingmannanna virkilega athyglisverða eru viðbrögð þeirra við því að samtöl þeirra voru tekin upp og spiluð fyrir eyrum landsmanna. Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð, þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap. Og svo skrifaðirðu tvær greinar, Sigmundur Davíð, sem birtust í Morgunblaðinu um sýndarstjórnmál sem bendir til þess að þú ætlist til þess að lesendur hafi gleymt þeim atburðum tveimur sem er lýst hér að ofan. Það er nefnilega erfitt að ímynda sér betri dæmi um samspil sýndarmennsku og stjórnmála en þá tvo. Í fyrri greininni fjallarðu um loftslagsbreytingarnar ógnvænlegu eða hnattræna hlýnun og dæmir allar tilraunir til þess að vinna gegn þeim sem sýndarmennsku. Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðarinnar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af framtíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn leggi af mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum. Það er hins vegar búið að leiða töluverðar líkur að því að sú kenning sé rétt. Það er líka ósönnuð kenning að maðurinn geti minnkað hlýnunina með því að breyta lífsháttum sínum. Það er einnig búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenning sé rétt hvort svo sem fyrri kenningin sé rétt eða röng. Það er hafið yfir allan vafa að ef hnötturinn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífsskilyrði mannsins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okkar, barnabörn og komandi kynslóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenningin sé rétt af því að hitt væri óásættanleg uppgjöf. Það má síðan um það deila hvað séu bestu aðferðirnar til þess að kæla okkar ástkæra hnött og hversu miklu við ættum að fórna af lífsgæðum augnabliksins til þess að bjarga lífum framtíðarinnar. Það er ljóst á lestri greinar þinnar, Sigmundur Davíð, að þú ert einn af þeim sem vilja ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekkingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka á vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndarmennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert. Seinni greinin þín fjallar um þá sem þú kallar förufólk og eru þeir sem flýja fátækt, stríð og aðra eymd þriðja heimsins. Þú bendir réttilega á að heimurinn sé ekki að höndla vel þann vanda sem af þessu hlýst. Það er hins vegar í mínum huga ekkert rétt og allt rangt við þá ályktun sem má lesa milli línanna hjá þér að þess vegna eigum við taka á þessu fólki af hörku þegar það rekur á okkar fjörur sem flóttafók í leit að næturstað. Þú nefnir sem dæmi um vandann ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í valdatíð Obama en minnist ekki orði á þá hörmung sem Trump hefur valdið á sama stað. Það má skilja sem svo að þú lítir aðgerðir Trumps sem lausn á vandanum; að reisa himinháa múra á landamærum við þau lönd þar sem eymd ríkir og skilja að kornabörn og foreldra þeirra ef þau lauma sér inn í landið svo að öðrum skiljist að það sé eins gott fyrir þau að halda sig heima. Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð, þetta er bréf sem fjallar um manninn sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka. Sigmundur Davíð, það var einu sinni forsætisráðherra á Íslandi sem samdi við kröfuhafa í þrotabú allra íslensku bankanna. Í húfi voru gífurlegir hagsmunir þjóðarinnar og má leiða að því rök að það hafi sjaldan eða aldrei verið gerðir samningar sem skiptu fólkið í landinu meira máli. Svo kom allt í einu í ljós að forsætisráðherrann var sjálfur einn af kröfuhöfunum. Hann var sem sagt að semja við sjálfan sig fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar honum var bent á þetta hélt hann því fram að það væri ekki svo vegna þess að það væri konan hans en ekki hann sjálfur sem ætti kröfurnar. Sú skýring virkar einfaldlega ekki vegna þess að fjárhagslegir hagsmunir hjóna eru þannig samofnir að hagsmunir hennar eru í raun hagsmunir hans. Í stað þess að skammast sín fór forsætisráðherrann að agnúast út í blaðamennina sem sögðu þjóðinni frá þessu; hélt því fram að um væri að ræða samsæri gegn honum meðan þjóðin leit á þetta sem samsæri hans gegn henni. Alvarleiki málsins er með öllu óháður því hvernig samningar náðust við kröfuhafa. Það eru einfaldlega býsna stór mistök þegar forsætisráðherra á hagsmuna að gæta í því að ná slæmum samningi fyrir hönd þjóðar sinnar. Þú varst þessi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð. Svo voru það einu sinni nokkrir alþingismenn sem fóru út á Klausturbarinn og drukku meira en góðu hófi gegndi og glötuðu um stundarsakir þeim hömlum sem leggja af mörkum til kurteisi í tali manna á milli. Afleiðingin var sú að þessir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar sögðu ýmislegt sem var alls ekki við hæfi. Þetta er í sjálfu sér ekki stórmerkilegt vegna þess að áfengi er eitur sem breytir starfsemi heilans á þann hátt að hann hugsar öðru vísi en honum er eðlilegt og það sem frá honum kemur í orðum hefur ekki bara tilhneigingu til þess að vera drafandi heldur líka óskynsamlegt. Flest okkar hafa lent í þessu og fæst okkar hafa efni á því að hneykslast á því að svona geti gerst yfirhöfuð þótt ýmislegt af því sem heyrðist á Klausturbarnum í þetta skiptið bendi til þess að þingmennirnir hafi ekki beinlínis verið á góðum stað áður en drykkjan hófst. Það sem gerði Klausturferð þingmannanna virkilega athyglisverða eru viðbrögð þeirra við því að samtöl þeirra voru tekin upp og spiluð fyrir eyrum landsmanna. Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð, þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap. Og svo skrifaðirðu tvær greinar, Sigmundur Davíð, sem birtust í Morgunblaðinu um sýndarstjórnmál sem bendir til þess að þú ætlist til þess að lesendur hafi gleymt þeim atburðum tveimur sem er lýst hér að ofan. Það er nefnilega erfitt að ímynda sér betri dæmi um samspil sýndarmennsku og stjórnmála en þá tvo. Í fyrri greininni fjallarðu um loftslagsbreytingarnar ógnvænlegu eða hnattræna hlýnun og dæmir allar tilraunir til þess að vinna gegn þeim sem sýndarmennsku. Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðarinnar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af framtíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn leggi af mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum. Það er hins vegar búið að leiða töluverðar líkur að því að sú kenning sé rétt. Það er líka ósönnuð kenning að maðurinn geti minnkað hlýnunina með því að breyta lífsháttum sínum. Það er einnig búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenning sé rétt hvort svo sem fyrri kenningin sé rétt eða röng. Það er hafið yfir allan vafa að ef hnötturinn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífsskilyrði mannsins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okkar, barnabörn og komandi kynslóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenningin sé rétt af því að hitt væri óásættanleg uppgjöf. Það má síðan um það deila hvað séu bestu aðferðirnar til þess að kæla okkar ástkæra hnött og hversu miklu við ættum að fórna af lífsgæðum augnabliksins til þess að bjarga lífum framtíðarinnar. Það er ljóst á lestri greinar þinnar, Sigmundur Davíð, að þú ert einn af þeim sem vilja ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekkingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka á vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndarmennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert. Seinni greinin þín fjallar um þá sem þú kallar förufólk og eru þeir sem flýja fátækt, stríð og aðra eymd þriðja heimsins. Þú bendir réttilega á að heimurinn sé ekki að höndla vel þann vanda sem af þessu hlýst. Það er hins vegar í mínum huga ekkert rétt og allt rangt við þá ályktun sem má lesa milli línanna hjá þér að þess vegna eigum við taka á þessu fólki af hörku þegar það rekur á okkar fjörur sem flóttafók í leit að næturstað. Þú nefnir sem dæmi um vandann ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í valdatíð Obama en minnist ekki orði á þá hörmung sem Trump hefur valdið á sama stað. Það má skilja sem svo að þú lítir aðgerðir Trumps sem lausn á vandanum; að reisa himinháa múra á landamærum við þau lönd þar sem eymd ríkir og skilja að kornabörn og foreldra þeirra ef þau lauma sér inn í landið svo að öðrum skiljist að það sé eins gott fyrir þau að halda sig heima. Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar