Tveggja stafa lækkun Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:02 Uppgjör síðasta ársfjórðungs virðist leggjast illa í markaðinn. Vísir/vilhelm Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira
Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47