Tveggja stafa lækkun Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:02 Uppgjör síðasta ársfjórðungs virðist leggjast illa í markaðinn. Vísir/vilhelm Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47