Reginmisskilningur um EES-samninginn Andrés Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 07:00 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun