Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Sjá meira
Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun