Fósturmissir Teitur Guðmundsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun