Hitamet slegið í París og hlýnar enn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Parísarbúar reyna að kæla sig í gosbrunni við Louvre-safnið. AP/Rafael Yaghobzadeh Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45