Átta létust og 60 slösuðust í skjálftunum á Filippseyjum

Að minnsta kosti átta létust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir á Filipseyjum í gærkvöldi og í nótt.
Skjálftarnir voru af stærðinni fimm komma fjórir, fimm komma níu og fimm komma sjö. Og reið sá fyrsti yfir laust eftir klukkan átta í gærkvöldi.
Upptök skjálftanna voru á um tíu kílómetra dýpi norður af Luzon-eyju nærri Batanes-eyjaklasanum, mitt á milli Filipseyja og Taívan.

Á eyjaklasanum hrundu hús og að sögn AFP fréttaveitunnar eru miklar skemmdir.
„Rúmið okkar og allt í húsinu sveigðist til og frá líkt og í hengirólu,“ segir Roldan Esdicul, náttúruvarsérfræðingur í héraðinu um mannskæða sjálftahrinuna.