Eldgos og jarðhræringar Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37 Sex skjálftar yfir 3,0 Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Innlent 13.3.2025 14:35 Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. Innlent 13.3.2025 07:10 Skjálftahrina við Reykjanestá Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti. Innlent 12.3.2025 15:07 Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31 Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Innlent 10.3.2025 21:30 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6.5 stig að stærð reið yfir í grennd við Jan Mayen um klukkan hálfþrjú í nótt. Erlent 10.3.2025 06:56 Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun. Innlent 9.3.2025 08:02 Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. Innlent 8.3.2025 14:18 Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. Innlent 7.3.2025 11:59 Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð. Lífið 5.3.2025 12:32 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. Innlent 2.3.2025 09:57 Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. Viðskipti innlent 27.2.2025 12:31 Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar munu opna að fullu aftur í Grindavík mánudaginn 10. mars. Innlent 26.2.2025 14:50 Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. Innlent 25.2.2025 18:16 Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans. Innlent 22.2.2025 21:45 Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. Innlent 18.2.2025 15:27 Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55 Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars. Innlent 12.2.2025 23:44 Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Lögreglan á Suðurnesjum lauk í síðustu viku rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík þann 10. janúar í fyrra. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Innlent 12.2.2025 20:39 „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Innlent 12.2.2025 15:22 Gos geti hafist hvenær sem er Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. Innlent 11.2.2025 15:06 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Erlent 7.2.2025 07:42 Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. Erlent 6.2.2025 07:56 Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. Innlent 4.2.2025 14:15 Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Innlent 2.2.2025 16:24 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. Innlent 30.1.2025 17:11 Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. Innlent 29.1.2025 21:48 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Innlent 29.1.2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. Innlent 29.1.2025 11:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 135 ›
Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 15.3.2025 09:37
Sex skjálftar yfir 3,0 Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Innlent 13.3.2025 14:35
Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. Innlent 13.3.2025 07:10
Skjálftahrina við Reykjanestá Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti. Innlent 12.3.2025 15:07
Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31
Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Innlent 10.3.2025 21:30
6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6.5 stig að stærð reið yfir í grennd við Jan Mayen um klukkan hálfþrjú í nótt. Erlent 10.3.2025 06:56
Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist á fimm kílómetra dýpi 3,1 kílómeter norðaustur af Krýsuvík klukkan 05:23 í morgun. Innlent 9.3.2025 08:02
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. Innlent 8.3.2025 14:18
Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar. Innlent 7.3.2025 11:59
Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð. Lífið 5.3.2025 12:32
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. Innlent 2.3.2025 09:57
Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. Viðskipti innlent 27.2.2025 12:31
Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar munu opna að fullu aftur í Grindavík mánudaginn 10. mars. Innlent 26.2.2025 14:50
Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. Innlent 25.2.2025 18:16
Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans. Innlent 22.2.2025 21:45
Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. Innlent 18.2.2025 15:27
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55
Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars. Innlent 12.2.2025 23:44
Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Lögreglan á Suðurnesjum lauk í síðustu viku rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík þann 10. janúar í fyrra. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings í málinu að sögn Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Innlent 12.2.2025 20:39
„Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Eldfjallafræðingur telur að ef það gýs á næstunni á Sundhnúksgígaröðinni verði það líklega eitt síðasta eldgosið þar í bili. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Staðan er nú orðin svipuð og hún var fyrir síðasta eldgos. Innlent 12.2.2025 15:22
Gos geti hafist hvenær sem er Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. Innlent 11.2.2025 15:06
Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Erlent 7.2.2025 07:42
Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. Erlent 6.2.2025 07:56
Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. Innlent 4.2.2025 14:15
Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Innlent 2.2.2025 16:24
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. Innlent 30.1.2025 17:11
Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. Innlent 29.1.2025 21:48
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Innlent 29.1.2025 12:16
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. Innlent 29.1.2025 11:55