Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sér fram á margar klukku­stundir í full­kominni ó­vissu

Dóttir Möggu Stínu er í áfalli yfir því að ísraelski sjóherinn hafi handtekið móður hennar þrátt fyrir að hún hafi vitað að handtaka væri mögulega yfirvofandi. Þetta sé veruleiki sem hún eigi erfitt með að meðtaka og því biðlar hún til stjórnvalda að fordæma handtökuna og að koma móður hennar heim sem allra fyrst.

Hafa rætt við ísraelsk stjórn­völd og sett fram kröfur vegna Margrétar

„Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt.

„Það þarf að gera meira og hraðar“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum.

Sýnist komið að seinni hluta í elds­um­brotum í Sundhnúksgígaröðinni

Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður.

Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjó­herinn hóf hand­tökur

Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa.

Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa

„Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði.

Sultuslakir stranda­glópar eftir heilsuferð til Split

Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu.

Sjá meira