Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. 10.9.2025 17:21
Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. 9.9.2025 13:46
„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. 8.9.2025 15:52
Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar. 8.9.2025 14:49
Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gul úrkomuviðvörun tekur gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi klukkan fjögur síðdegis vegna talsverðrar rigningar. Veðurstofa Íslands varar íbúa svæðisins við úrhellinu. 8.9.2025 14:36
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8.9.2025 12:28
Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. 4.9.2025 21:47
Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. 4.9.2025 19:28
Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. 4.9.2025 12:40
Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. 3.9.2025 19:09