Erlent

Metaukning kol­tvísýrings rakin til losunar manna og gróður­elda

Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni.

Erlent

Biður Pútín um að af­henda Assad

Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, er í Moskvu þar sem hann mun í dag funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir eru sagðir ætla að ræða samskipti ríkjanna, veru rússneskra hermanna í Sýrlandi og mögulega örlög fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, Bashar al-Assad.

Erlent

Hæsti­réttur hafnar Alex Jones

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar.

Erlent

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Erlent

Dónatal í desem­ber

Sam Altman, forstjóri OpenAI, segir að næstu útgáfur gervigreindarforritsins ChatGTP muni geta hegðað sér „manneskjulegar“ og að opnað verði fyrir möguleikann á erótík.

Erlent

Rúss­neskur kaf­bátur í fylgd sænska hersins

Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun.

Erlent

Við­kvæmur friður þegar í hættu?

Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið.

Erlent

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent

Aftur heppnast geimskot Starship

Starfsmenn SpaceX skutu Starfship geimfari á loft seint í gærkvöldi og var það í ellefta sinn. Geimskotið heppnaðist vel, annað sinn í röð, eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum, og flaug geimfarið langt um heiminn og sleppti eftirlíkingum af gervihnöttum á braut um jörðu.

Erlent

Hegseth í stríði við blaða­menn

Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga.

Erlent

For­seti Madagaskar flúinn og herinn við völd

Andry Rajoelina, forseti Madagaskar, segist farinn í felur eftir að hermenn og pólitískir andstæðingar hans reyndu að ráða hann af dögum. Óljóst er hvar hann er en fregnir hafa borist af því að forsetinn hafi flúið land í franskri herflugvél.

Erlent

Sarkozy hefur af­plánun í næstu viku

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, hefur verið gert að gefa sig fram við La Santé fangelsið í suðurhluta Parísar þann 21. október næstkomandi, til að hefja afplánun.

Erlent

Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir annan fasa friðaráætlunarinnar varðandi Gasaströndina hafinn nú þegar búið sé að koma á vopnahléi á Gasa og Hamas-liðar sleppt gíslum þeirra. Bandarískir erindrekar hafa varað við því að annar fasinn sé flókinn og erfiður.

Erlent

Tugir látnir eftir úr­helli í Mexíkó

Að minnsta kosti 64 eru látnir eftir úrhelli í Mexíkó í lok síðustu viku. Skyndiflóð og aurskriður ollu miklum usla en að minnsta kosti 65 er enn saknað. Björgunarsveitir eru fyrst núna að ná til byggðarlaga sem lokuðust inni eftir úrhellið.

Erlent

Dóttir bæjar­stjórans grunuð um á­rásina

Iris Stalzer, verðandi bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke sem fannst alvarlega særð eftir stungusár á heimili sínu í síðustu viku, hefur greint lögreglu frá því að ættleidd dóttir hennar beri ábyrgð á árásinni.

Erlent

Bein út­sending: Mikil fagnaðar­læti í Palestínu og Ísrael

Hamas-liðar slepptu í morgun þeim tuttugu gíslum sem voru enn í haldi þeirra í morgun og samhliða því slepptu Ísraelar tæplega tvö þúsund manns sem þeir hafa haldið föngnum. Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað bæði í Ísrael og á Gasaströndinni og Vesturbakkanum.

Erlent

Gert að vara við sjald­gæfum fylgi­kvilla

Danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur verið gert að bæta viðvörun um mjög sjaldgæfan fylgikvilla á pakkningar Ozempic, Wegovo og Rybelsus um að notendur þyngdarstjórnunarlyfjanna vinsælu geti misst sjónina. Það er að skipan Lyfjastofnunar Evrópu en um er að ræða sjúkdóminn NAION, sem getur leitt til mikils sjónarmissis eða algerrar blindu en það er þó mjög sjaldgæft.

Erlent

Halda æfingu fyrir finnska þing­menn í neyðar­skýli

Finnskir þingmenn verða í fyrsta skipti látnir æfa að nota neyðarskýli í kjallara þinghússins í Helsinki í vetur. Aukin áhersla hefur verið lögð á ýmis konar neyðarviðbúnað á Norðulöndum undanfarin misseri, ekki síst vegna vaxandi fjölþáttaógnar frá Rússlandi.

Erlent

Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni

Þeir tuttugu gíslar sem voru enn lifandi í haldi Hamas-samtakanna var sleppt og þeir afhentir Rauða krossinum í morgun. Þetta staðfestir Ísraelsher. Gert er ráð fyrir að líkum 28 gísla til viðbótar verði skilað síðar í dag.

Erlent

Neyðar­að­stoð flæðir inn í Gasa

Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð.

Erlent