Von Guðmundur Steingrímsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég bý við fjölfarna útivistargötu. Fólk hleypur framhjá húsinu ótt og títt og hjólar í stríðum straumum. Ef ég sæi aðeins þennan hluta heimsins og færi aldrei neitt annað, yrði ákaflega rökrétt af mér að álykta að allt fólk væri almennt alla daga klætt í sokkabuxur, þrönga litríka boli og gul vesti. Þegar ég sit á svölunum heyri ég örsögur. Útivistarfólk talar hátt saman. Ég næ yfirleitt að heyra tvær til þrjár setningar úr samtölum hlaupafólks. Skokkhraðinn býður ekki upp á meira. Frá hjólafólki næ ég ekki nema einni setningu, eða hluta úr setningu, eins og t.d.: „Já, rosalegt þarna á fundinum um daginn maður?…“ og svo er fólkið þotið hjá. Ég skemmti mér við að ímynda mér restina, samhengið, sögurnar. Lífið. Mér finnst þetta fallegt. Stundum slæst ég í hópinn og smeygi mér í hlaupafötin og tek sprett meðfram sjónum með vinum. Fátt lætur manni líða betur en stundaráreynsla í brakandi fersku lofti. Það sem ég hugsa stundum, þegar ég sé allt þetta fólk á degi hverjum hlaupa, hjóla, ganga — að huga að heilbrigði sínu — er þetta: Svona gerast byltingar. Svona breytast þjóðfélög. Fólk ákveður. Fólk gerir.Í gamla daga Í huganum er fortíðin þannig, að aðeins Árni Bergmann hjólaði í Reykjavík. Og Siggi P. var hlauparinn. Vann allar keppnir. Pétur Blöndal heitinn, alþingismaður, mun víst hafa skokkað líka. Byrjaði á því í Þýskalandi. Göslaðist svo hér um í slyddunni um árabil. Þetta þótti auðvitað undarlegt fólk. Ólafur Ragnar mun víst hafa hlaupið Neshringinn. Vitneskjan um að hreyfing gerði fólki gott varð smám saman útbreiddari. Hún var ekki sérstaklega viðurkennd eða í hávegum höfð þegar ég var í menntaskóla fyrir 27 árum. Líklega hef ég aldrei verið í jafnvondu formi og þá. Ég gat ekki hlaupið frá Iðnó að Skothúsvegi án þess að lenda í andnauð. Fékk sjóntruflanir og lá við yfirliði. Við tuttuguogfimm ára aldur fór ég í ógleymanlega heimsókn til heimilislæknisins. Ég hélt ég væri með gallað hjarta, sem gæfi sig á hverri stundu. Sár verkur í brjóstholinu ágerðist eftir því sem ég gekk meira. Ég hafði miklar áhyggjur. Læknirinn horfði yfir gleraugun sín og muldraði með brosvipru út í annað: „Þetta, Guðmundur minn, er hlaupastingur.“ Því samtali var þar með lokið. Mig skorti orð. Skömmu síðar hóf ég að hreyfa mig meira. Síðan hef ég semsagt áttað mig á því, sitjandi á svölunum, að á undanförnum áratugum hafa sífellt fleiri farið að hreyfa sig líka. Hreyfingarvakning mín hefur reynst vera í nokkuð góðu samræmi við einhvers konar hæga en markvissa sprengingu í hreyfingu almennt. Um allar koppagrundir hefur fólk gert sömu uppgötvunina, orðið fyrir sömu vitruninni: Maður verður að hugsa vel um sig. Maður verður að standa upp úr sófanum. Vellíðan manns er undir manni sjálfum komin.Önnur framtíð Gamla djammhunda sé ég núna sigra þolraunir, í betra formi á fimmtugsaldri heldur en þeir voru nokkurn tímann í á Kaffibarnum. Ásókn í alls kyns keppnir eykst ár frá ári. Fólk heldur til útlanda í alls kyns útivistarferðir. Fólk gerist Landvættir. Golfvellir eru smekkfullir af fólki. Sundlaugarnar líka. Áttatíu ára gamalt fólk hleypur maraþon. Gönguhópar þræða hálendið. Afar stunda crossfit með barnabörnum sínum. Ekki er hægt að benda á neinn einn og segja að sá eða sú hafi byrjað þetta. Ekki er heldur hægt að finna einn atburð sem halda mætti fram að hefði hafið þessa byltingu. Engin fyrirmæli voru heldur gefin. Engin lög sett. Heilsuvakningin, útivistarbyltingin, er dæmi um seigfljótandi en markvissa ákvörðun massans. Hún er dæmi um það hvernig frjálst mannlíf með aðgang að upplýsingum getur þróast í áttir sem enginn gat nokkurn tímann spáð fyrir eða vonað. Gamla framtíðarmyndin Blade Runner gerist 2019. Hún lýsir ágætlega þeirri framtíð sem fólk þá bjóst við. Í henni er enginn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon eða hjóla meðfram sjó, ótilneyddur, í sokkabuxum og gulu vesti. Sjálfsagt fer þetta allt saman í taugarnar á einhverjum. Það er allt í lagi. Stundum fær maður alveg nóg af færslum á Facebook af afrekunum. Getur þetta fólk ekki slakað á? Fara allir Íslendingar á Öræfajökul á hverju ári nema ég? Smá alvörulaust nöldur manns og annarra bliknar þó hjá hinu: Í þessari þróun felst gríðarleg von, líklega sú stærsta sem hægt er að binda sig við á þessum miklu örlagatímum sem við nú lifum. Ef eitthvað mun bjarga jörðinni frá ofhitnun og mannkyni frá glötun væri það svona ámóta vakning massans. Að fjöldinn taki völdin. Ef eitthvað aftrar brjáluðum stjórnmálamönnum frá því að æða með veröldina út í átök og glapræði er það sá hinn sami upplýsti massi. Allt ber að sama brunni. Stærsta vonin í viðsjárverðum heimi er þessi: Fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég bý við fjölfarna útivistargötu. Fólk hleypur framhjá húsinu ótt og títt og hjólar í stríðum straumum. Ef ég sæi aðeins þennan hluta heimsins og færi aldrei neitt annað, yrði ákaflega rökrétt af mér að álykta að allt fólk væri almennt alla daga klætt í sokkabuxur, þrönga litríka boli og gul vesti. Þegar ég sit á svölunum heyri ég örsögur. Útivistarfólk talar hátt saman. Ég næ yfirleitt að heyra tvær til þrjár setningar úr samtölum hlaupafólks. Skokkhraðinn býður ekki upp á meira. Frá hjólafólki næ ég ekki nema einni setningu, eða hluta úr setningu, eins og t.d.: „Já, rosalegt þarna á fundinum um daginn maður?…“ og svo er fólkið þotið hjá. Ég skemmti mér við að ímynda mér restina, samhengið, sögurnar. Lífið. Mér finnst þetta fallegt. Stundum slæst ég í hópinn og smeygi mér í hlaupafötin og tek sprett meðfram sjónum með vinum. Fátt lætur manni líða betur en stundaráreynsla í brakandi fersku lofti. Það sem ég hugsa stundum, þegar ég sé allt þetta fólk á degi hverjum hlaupa, hjóla, ganga — að huga að heilbrigði sínu — er þetta: Svona gerast byltingar. Svona breytast þjóðfélög. Fólk ákveður. Fólk gerir.Í gamla daga Í huganum er fortíðin þannig, að aðeins Árni Bergmann hjólaði í Reykjavík. Og Siggi P. var hlauparinn. Vann allar keppnir. Pétur Blöndal heitinn, alþingismaður, mun víst hafa skokkað líka. Byrjaði á því í Þýskalandi. Göslaðist svo hér um í slyddunni um árabil. Þetta þótti auðvitað undarlegt fólk. Ólafur Ragnar mun víst hafa hlaupið Neshringinn. Vitneskjan um að hreyfing gerði fólki gott varð smám saman útbreiddari. Hún var ekki sérstaklega viðurkennd eða í hávegum höfð þegar ég var í menntaskóla fyrir 27 árum. Líklega hef ég aldrei verið í jafnvondu formi og þá. Ég gat ekki hlaupið frá Iðnó að Skothúsvegi án þess að lenda í andnauð. Fékk sjóntruflanir og lá við yfirliði. Við tuttuguogfimm ára aldur fór ég í ógleymanlega heimsókn til heimilislæknisins. Ég hélt ég væri með gallað hjarta, sem gæfi sig á hverri stundu. Sár verkur í brjóstholinu ágerðist eftir því sem ég gekk meira. Ég hafði miklar áhyggjur. Læknirinn horfði yfir gleraugun sín og muldraði með brosvipru út í annað: „Þetta, Guðmundur minn, er hlaupastingur.“ Því samtali var þar með lokið. Mig skorti orð. Skömmu síðar hóf ég að hreyfa mig meira. Síðan hef ég semsagt áttað mig á því, sitjandi á svölunum, að á undanförnum áratugum hafa sífellt fleiri farið að hreyfa sig líka. Hreyfingarvakning mín hefur reynst vera í nokkuð góðu samræmi við einhvers konar hæga en markvissa sprengingu í hreyfingu almennt. Um allar koppagrundir hefur fólk gert sömu uppgötvunina, orðið fyrir sömu vitruninni: Maður verður að hugsa vel um sig. Maður verður að standa upp úr sófanum. Vellíðan manns er undir manni sjálfum komin.Önnur framtíð Gamla djammhunda sé ég núna sigra þolraunir, í betra formi á fimmtugsaldri heldur en þeir voru nokkurn tímann í á Kaffibarnum. Ásókn í alls kyns keppnir eykst ár frá ári. Fólk heldur til útlanda í alls kyns útivistarferðir. Fólk gerist Landvættir. Golfvellir eru smekkfullir af fólki. Sundlaugarnar líka. Áttatíu ára gamalt fólk hleypur maraþon. Gönguhópar þræða hálendið. Afar stunda crossfit með barnabörnum sínum. Ekki er hægt að benda á neinn einn og segja að sá eða sú hafi byrjað þetta. Ekki er heldur hægt að finna einn atburð sem halda mætti fram að hefði hafið þessa byltingu. Engin fyrirmæli voru heldur gefin. Engin lög sett. Heilsuvakningin, útivistarbyltingin, er dæmi um seigfljótandi en markvissa ákvörðun massans. Hún er dæmi um það hvernig frjálst mannlíf með aðgang að upplýsingum getur þróast í áttir sem enginn gat nokkurn tímann spáð fyrir eða vonað. Gamla framtíðarmyndin Blade Runner gerist 2019. Hún lýsir ágætlega þeirri framtíð sem fólk þá bjóst við. Í henni er enginn að hlaupa Reykjavíkurmaraþon eða hjóla meðfram sjó, ótilneyddur, í sokkabuxum og gulu vesti. Sjálfsagt fer þetta allt saman í taugarnar á einhverjum. Það er allt í lagi. Stundum fær maður alveg nóg af færslum á Facebook af afrekunum. Getur þetta fólk ekki slakað á? Fara allir Íslendingar á Öræfajökul á hverju ári nema ég? Smá alvörulaust nöldur manns og annarra bliknar þó hjá hinu: Í þessari þróun felst gríðarleg von, líklega sú stærsta sem hægt er að binda sig við á þessum miklu örlagatímum sem við nú lifum. Ef eitthvað mun bjarga jörðinni frá ofhitnun og mannkyni frá glötun væri það svona ámóta vakning massans. Að fjöldinn taki völdin. Ef eitthvað aftrar brjáluðum stjórnmálamönnum frá því að æða með veröldina út í átök og glapræði er það sá hinn sami upplýsti massi. Allt ber að sama brunni. Stærsta vonin í viðsjárverðum heimi er þessi: Fólk.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar