Skólinn okkar – lög 91/2008 Sævar Reykjalín skrifar 31. júlí 2019 08:00 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun