Skólinn okkar – lög 91/2008 Sævar Reykjalín skrifar 31. júlí 2019 08:00 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun