Skólinn okkar – lög 91/2008 Sævar Reykjalín skrifar 31. júlí 2019 08:00 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. Þessi lög eru nokkuð skýr. Fyrr í ár varð skólastjórinn í Kelduskóla uppvís um að brjóta gegn 8 gr lagana sem fjalla um ábyrgð og skyldur skólaráðs, en þar segir meðal annars:„... skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.“Þannig var að meirihlutinn í Borgarstjórn vildi gera breytingar sem hafa meiri háttar áhrif á skólahald og starfsemi Kelduskóla ásamt annara skóla. Skóla- og frístundasvið (SFS) óskaði því eftir umsögn frá skólaráði Kelduskóla (ásamt fleiri skólum) 1. febrúar þessa árs á grundvelli laga nr 91/2008. Skólastjórinn svaraði hvorki erindinu til SFS né bar það undir skólaráð Kelduskóla. Það kom því okkur foreldrum og nemendum í opna skjöldu þegar taka átti ákvörðun um þessa breytingu í Borgarráði án þess að nokkuð hefði verið um það fjallað. En í minnisblaði frá fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 163 er bókuð eftirfarandi athugasemd.„... skólaráð Hagaskóla og Laugarnesskóla gera ekki athugasemdir við tillögurnar. Ekki bárust umsagnir frá Kelduskóla og Melaskóla“SFS sendi skólastjóranum einnig áminnigu 23. apríl og óskaði eftir því að fá umsögn frá skólaráði en aftur kaus skólastjórinn að leggja þetta mál ekki fyrir á fundum skólaráðs og gerðist því brotleg við lög og trúnaður við ráðið, að auki sinnti hún ekki erindi SFS sem er hluti af hennar starfskyldum. Í viðræðum mínum við sviðstjóra SFS sem og skólastjóran þá er það áberandi að þau virðast ekki þekkja lögin né vita að skólaráðið sjálft hefur sett sér starfsreglur. Einhver hefði nú haldið að þegar sviðstjóranum og skólastjóranum væri bent á þetta alvarlega brot og þau viðurkennt þau að það yrði til þess að vinnubrögð yrðu löguð, afsökunarbeiðnir sendar út og viðkomandi í það minnsta áminntur fyrir að brjóta lög en í staðinn tók við ótrúlegur farsi til að reyna að breiða yfir þessi afglöp. Eftir á skýringar skólastjórans og sviðstjóra SFS er að skólastjóranum þótti ekki ástæða til að taka málið upp í skólaráðinu því að ræða átti þessi mál í starfshóp sem fjallaði um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. En sú skýring heldur engu vatni. Bara svo bent sé á það augljósa þá var óskð eftir umsögn 1. febrúar. Starfshópurinn var aldrei í plönunum þá enda ekki skipaður fyrr en í lok mars. SFS ítrekaði svo beiðnina sína þegar starfshópurinn var af störfum og því hefur SFS ekki þótt nóg að fjalla um þetta í starfshópnum. Svo sýna gögn starfshópsins að þessi tiltekna breyting var ekki rædd sérstaklega í starfshópnum. Nú hefðu margir haldið að hér myndi málið enda en það sem eftir hefur komið er atburðarás sem minnir helst á mynd eftir Coen bræður og þyrfti sér pistil til að fjalla um. Skólastjóri sendi póst á hluta skólaráðs (ekki fulltrúa nemenda) og bað þau um að samþykkja umsögn sem hún sjálf samdi. Þannig að sú umsögn er ómarktæk með öllu. Allar upplýsingar, tölvupóstar og samskipti við SFS og skólastjóra varðandi þetta mál hafa verið send á Skóla- og frístundaráð (SFR) sem og Borgarstjórn og hefur því miður mætt litlum áhuga meirihlutans. Það verður fróðlegt að sjá hvort að SFR hafi það hugrekki sem þarf til að taka á þessu máli, eða hvort að lögbrot og afglöp í starfi sé samþykkt og framhjá þeim litið. Samtöl mín við formann SFR benda til að þetta mál verði þagað og áfram reynt að afsaka og réttlæta lögbrotið. Vonandi munu aðrir meðlimir meirihlutans í SFR hafa hugrekki til að taka á málinu, þó reynsla mín segi mér annað.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun