Flokkar í nauðum Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júlí 2019 07:30 Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir? Stiklum á stóru.Þá er ekkert rangt Repúblikanaflokkurinn er næstelzti starfandi stjórnmálaflokkur heims. Hann var stofnaður 1854 til höfuðs elzta flokknum, Demókrataflokknum, sem beitti sér fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkja Bandaríkjanna þegar þeim fór fjölgandi. Ágreiningur flokkanna fyrir forsetakjörið 1860 hverfðist um þrælahaldið. Demókratar buðu fram lögfræðinginn Steven Douglas sem mælti fyrir hagsmunum þrælahaldara í suðurríkjunum. Repúblikanar buðu fram Abraham Lincoln sem var líka lögfræðingur og mælti gegn þrælahaldi í samræmi við jafnræðisákvæði sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 1776. Lincoln sagði á fundum: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Lincoln sigraði. Suðurríkjademókratar tóku sigri Lincolns illa og sögðu sig úr lögum við Bandaríkin. Af þessu hlauzt borgarastríðið 1860-1864 og kostaði 600.000 mannslíf. Stríðinu lauk með sigri Lincolns og repúblikana. Þeim tókst að viðhalda ríkjasambandinu. Lincoln galt fyrir sigurinn með lífi sínu 1865 og er að margra dómi merkastur allra forseta Bandaríkjanna. Demókratar bættu ekki ráð sitt í jafnréttismálum fyrr en í forsetatíð Johns Kennedy og Lyndons Johnson 1961-1968 þegar ný mannréttindalög náðu fram að ganga til hagsbóta fyrir blökkumenn. Við það misstu demókratar þá styrku stöðu sem þeir höfðu áður notið í suðurríkjunum. Taflið snerist við. Repúblikanar gengu á lagið. Þeir hafa síðan gert margt til að skerða kosningarrétt blökkumanna og gerðu Donald Trump að forsetaframbjóðanda sínum 2016, mann sem margir telja rasista og hálfgildingsfasista. Trump náði kjöri m.a. fyrir tilstilli vonsvikinna kjósenda sem hafa mátt búa við litlar sem engar kjarabætur áratugum saman og einnig vegna galla á kosningafyrirkomulaginu sem tryggði honum sigur þótt hann hlyti mun færri atkvæði en höfuðkeppinauturinn líkt og gerðist einnig þegar George W. Bush náði kjöri 2000. Auðmenn láta repúblikana grafa markvisst undan lýðræði í eiginhagsmunaskyni. Trump er ekki undirrót vandans heldur afleiðing. Flokkarnir tveir sem margir töldu keimlíka ef ekki alveg eins frá 1945 til 1980 eru nú svo ólíkir hvor öðrum sem verða má. Ósættið milli þeirra ristir djúpt, sundrar fjölskyldum og vinum og nær ekki aðeins til kjörinna fulltrúa flokkanna heldur einnig til óbreyttra flokksmanna. Brezka ljónið er tannlaust Vandi brezka Íhaldsflokksins er yngri. Í Bretlandi gerðist það líkt og í Frakklandi, Þýzkalandi og víðar um Evrópu að fram á sjónarsviðið kom nýr flokkur þjóðernissinna, Brezki Sjálfstæðisflokkurinn (e. UKIP), og krafðist m.a. úrsagnar úr ESB. Þingflokkur íhaldsmanna varð svo hræddur við fylgistap að hann ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB í þeirri von og trú að kjósendur myndu hafna útgöngu úr bandalaginu eins og meiri hluti þingflokksins. Þá sáu nokkrir þingmenn flokksins sér leik á borði, snerust á sveif með Brexit og beittu m.a. fyrir sig blekkingum og lygum. Þar fór Boris Johnson einna fremstur í flokki, alræmdur lygari líkt og Trump forseti. Johnson var fyrr á starfsferli sínum rekinn frá Times í London, virðulegu íhaldsblaði, fyrir lygafréttir sem hann birti í blaðinu. Hann býst nú til að taka við starfi forsætisráðherra. Brezkir kjósendur ákváðu óvænt að segja skilið við ESB. Það hefði getað gengið þokkalega hefði ríkisstjórn Íhaldsflokksins haldið sómasamlega á samningum við ESB um útgönguna, en það gerði hún ekki. Þrjú ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 hafa farið til spillis þar eð ríkisstjórnin gat ekki komið sér saman um samningsstöðu. Það bætir ekki úr skák að Verkamannaflokkurinn er einnig illa laskaður vegna ýmislegra innanmeina. Brezka ljónið er tannlaust í báðum gómum. Margt bendir til að Bretar hrökklist út úr ESB án samnings í lok október n.k. með alvarlegum efnahagslegum og utanríkispólitískum afleiðingum. Brezkir íhaldsmenn hafa það þó fram yfir bandaríska repúblikana að þeir grafa ekki undan lýðræðinu heldur vilja þeir virða Brexit-ákvörðun kjósenda frá 2016. Það hvarflar ekki að þeim að þingið geti gengið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur enginn gert nema þjóðin sjálf. Hriktir í stoðum Þegar svo er ástatt samtímis um tvö helztu forusturíki hins frjálsa heims, ríki sem fámennari þjóðir um allan heim hafa reitt sig á og litið upp til í 150 ár, þá hriktir í stoðum lýðræðisins. Andstæðingar frelsis og lýðræðis fagna þessu ástandi því það eykur svigrúm þeirra til að sölsa undir sig eigur annarra og bæla niður frómar kröfur um lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar hallar á lýðræði, er réttarríkinu og velferð almennings til langs tíma litið einnig hætta búin.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun