Bakari fyrir smið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar