Af hverju? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar