Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 16:13 Wow air losað um 278 þúsund tonn af koltvísýringi í fyrra. Gera átti upp losunarheimildir þess vegna hennar í lok apríl. Fréttablaðið/Ernir Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07