Að selja landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2019 08:00 Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun