Skítleg framkoma Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 10:00 Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun