Fjallkonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Við lifum á tímum þar sem öfgasinnuð öfl sækja stöðugt á með tilheyrandi hræðsluáróðri, útlendingaandúð og kvenfyrirlitningu. Ekki er í boði að gefa eftir í baráttunni við þessi hættulegu öfl sem sækja að opnum lýðræðislegum þjóðfélögum. Þótt þessi öfl hafi ekki náð sterkri fótfestu í íslensku samfélagi þá bæra þau samt á sér og hætta er á að þau breiði úr sér. Hér finnast svo sannarlega einstaklingar sem vilja ekki sjá fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni setjast að á Íslandi. Þetta fólk hatast sérstaklega við múslima og vill jafnvel meina þeim að iðka trú sína hér á landi. Hér eru líka einstaklingar sem vilja svipta konur sjálfsákvörðunarrétti til þungunarrofs, en sá réttur er grunnur að kvenfrelsi. Hér finnast afturhaldshópar sem staðfastlega neita því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og kvarta undan stöðugu væli umhverfisverndarsinna. Baráttan stendur á milli öfgasinnaðra afla og þeirra frjálslyndu. Mikilvægt er að allir sem vilja búa í kærleiksríku samfélagi þar sem jafnrétti og víðsýni eru við völd taki sér stöðu í þessari baráttu gegn öfgaöflunum, en sitji ekki sinnulausir hjá. Einmitt vegna þessa mikilvægis var gleðilegt að heyra fjallkonuna flytja á 17. júní ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem er hylling til fjölmenningarsamfélagsins. Einhverjir eru enn ekki búnir að ná sér eftir þessi ágætu skilaboð fjallkonunnar. Þessir einstaklingar finna sér athvarf á netinu þar sem þeir geta látið óánægju sína og gremju í ljós. Reyndar var viðbúið að hópur fólks myndi telja að blettur hefði fallið á æru fjallkonunnar þegar hún á þessum einstaka hátíðisdegi mælti orðin: „Við skulum fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni?…“ Fjallkonan, sem þessum hópi finnst að eigi að vera hæfilega þjóðrembuleg, hefur breyst í frjálslyndan alþjóðasinna og talar máli samvinnu og víðsýni. Hvað skyldi hún gera næst? Það sem gerði þessi skilaboð Bubba Morthens svo öflug var ekki síst sérlega glæsilegur flutningur leikkonunnar sem var í hlutverki fjallkonunnar. Aldís Amah Hamilton fór með ljóðið af innlifun og hreif fólk með sér – fyrir utan þá sem nú veina sárt á netinu. Þar er kvartað yfir því að leikkonan sé ekki alíslensk en faðir hennar er Bandaríkjamaður af afrískum uppruna, sem einhverjum finnst engan veginn gott. Þusað er um að 17. júní sé dagur Íslendinga en ekki fjölmenningar. Sagt er að þessi þáttur athafnarinnar við Austurvöll hafi verið Jóni Sigurðssyni og þeim sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar til háborinnar skammar. Boðskapur um skilning og samvinnu manna á meðal, hvaðan sem þeir koma, á ekki greiðan aðgang að hjörtum allra Íslendinga. Um múrana sem menn skapa með eigin fordómum og tortryggni segir Bubbi í ljóðinu: „rammgerðastir eru þeir sem/reistir eru í höfðum manna“. Hvað er þá til ráða? Svar Bubba er: „Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu.“ Já, það dugar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öfgasinnuð öfl sækja stöðugt á með tilheyrandi hræðsluáróðri, útlendingaandúð og kvenfyrirlitningu. Ekki er í boði að gefa eftir í baráttunni við þessi hættulegu öfl sem sækja að opnum lýðræðislegum þjóðfélögum. Þótt þessi öfl hafi ekki náð sterkri fótfestu í íslensku samfélagi þá bæra þau samt á sér og hætta er á að þau breiði úr sér. Hér finnast svo sannarlega einstaklingar sem vilja ekki sjá fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni setjast að á Íslandi. Þetta fólk hatast sérstaklega við múslima og vill jafnvel meina þeim að iðka trú sína hér á landi. Hér eru líka einstaklingar sem vilja svipta konur sjálfsákvörðunarrétti til þungunarrofs, en sá réttur er grunnur að kvenfrelsi. Hér finnast afturhaldshópar sem staðfastlega neita því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og kvarta undan stöðugu væli umhverfisverndarsinna. Baráttan stendur á milli öfgasinnaðra afla og þeirra frjálslyndu. Mikilvægt er að allir sem vilja búa í kærleiksríku samfélagi þar sem jafnrétti og víðsýni eru við völd taki sér stöðu í þessari baráttu gegn öfgaöflunum, en sitji ekki sinnulausir hjá. Einmitt vegna þessa mikilvægis var gleðilegt að heyra fjallkonuna flytja á 17. júní ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem er hylling til fjölmenningarsamfélagsins. Einhverjir eru enn ekki búnir að ná sér eftir þessi ágætu skilaboð fjallkonunnar. Þessir einstaklingar finna sér athvarf á netinu þar sem þeir geta látið óánægju sína og gremju í ljós. Reyndar var viðbúið að hópur fólks myndi telja að blettur hefði fallið á æru fjallkonunnar þegar hún á þessum einstaka hátíðisdegi mælti orðin: „Við skulum fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni?…“ Fjallkonan, sem þessum hópi finnst að eigi að vera hæfilega þjóðrembuleg, hefur breyst í frjálslyndan alþjóðasinna og talar máli samvinnu og víðsýni. Hvað skyldi hún gera næst? Það sem gerði þessi skilaboð Bubba Morthens svo öflug var ekki síst sérlega glæsilegur flutningur leikkonunnar sem var í hlutverki fjallkonunnar. Aldís Amah Hamilton fór með ljóðið af innlifun og hreif fólk með sér – fyrir utan þá sem nú veina sárt á netinu. Þar er kvartað yfir því að leikkonan sé ekki alíslensk en faðir hennar er Bandaríkjamaður af afrískum uppruna, sem einhverjum finnst engan veginn gott. Þusað er um að 17. júní sé dagur Íslendinga en ekki fjölmenningar. Sagt er að þessi þáttur athafnarinnar við Austurvöll hafi verið Jóni Sigurðssyni og þeim sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar til háborinnar skammar. Boðskapur um skilning og samvinnu manna á meðal, hvaðan sem þeir koma, á ekki greiðan aðgang að hjörtum allra Íslendinga. Um múrana sem menn skapa með eigin fordómum og tortryggni segir Bubbi í ljóðinu: „rammgerðastir eru þeir sem/reistir eru í höfðum manna“. Hvað er þá til ráða? Svar Bubba er: „Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu.“ Já, það dugar!
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun