Uppeldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:00 Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar