Grænir skattar eru loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun