Raketta án priks Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun