Pósturinn Páll Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun