Barist fyrir norskum hagsmunum Jón Kaldal skrifar 13. júní 2019 09:45 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Sjávarútvegur Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun