Barist fyrir norskum hagsmunum Jón Kaldal skrifar 13. júní 2019 09:45 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Sjávarútvegur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun