Akstur og aldraðir Arna Rún Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2019 18:00 Að aka bíl felur í sér frelsi og sjálfstæði að margra mati. Þegar aldurinn færist yfir geta þó verkefni sem áður voru einföld orðið krefjandi og flókin. Heilbrigðir aldraðir eru almennt góðir ökumenn og búa yfir reynslu. Þeir valda þegar á heildina er litið fáum banaslysum. Erlendar rannsóknir sýna þó að miðað við fjölda slysa á hvern ekinn kílómetra valda aldraðir mun fleiri banaslysum og verða sjálfir fyrir alvarlegri áverkum en yngri ökumenn. Ýmsar breytingar verða með hækkandi aldri. Sjón og heyrn daprast, viðbragð verður hægara auk þess sem vöðvastyrkur og samhæfing hreyfinga skerðist. Sjúkdómar eru einnig algengari, t.d. heilabilunarsjúkdómar og samhliða sjúkdómum fylgir oft aukin lyfjanotkun. Við flóknari athafnir eins og akstur verður erfiðara að viðhalda einbeitingu og athygli.Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfiSkýrar reglur gilda um veitingu ökuskírteinis og er ökumönnum gert að sanna akstursfærni sína með prófi að loknu námi. Í 48 gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, er fjallað um hverjum má veita ökuskírteini og segir þar að viðkomandi skuli sjá og heyra nægilega vel og vera að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega. Í III. viðauka við reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini er fjallað nánar um lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í viðaukanum er kveðið á um að umsækjanda skuli gert að fara í læknisskoðun ef í ljós kemur að hæfni er skert af læknisfræðilegum ástæðum. Þar er fjallað nánar um heilbrigðisskilyrði er varða sjón, heyrn, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, taugasjúkdóma, flogaveiki, geðtruflanir, nýrnasjúkdóma og áfengisnotkun, notkun ávana- og fíkniefna auk læknislyfja.Ragnheiður Halldórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir.Við 70 ára aldur þarf að endurnýja ökuréttindi og umsækjandi sem orðinn er 65 ára eða eldri þarf að framvísa læknisvottorði þegar sótt er um endurnýjun. Vottorðseyðublaðið sem er notað er takmarkað þar sem það gefur ekki nægar upplýsingar um þá andlegu og líkamlegu færni sem nauðsynleg er fyrir akstur. Taka þarf vottorðið til endurskoðunar í samræmi við gildandi reglugerð. Hérlendis er ekki til samræmt verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandaþjóða, Kanada og Bretlands í þessum efnum. Frumvarp til breytinga á umferðarlögum hefur lengi verið í smíðum og var lagt fyrir á Alþingi í vetur. Það var nýverið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og því mikilvægt að skapa umræður um framgang þessara mála einmitt nú. Við grun um heilabilunarsjúkdóm og við endurhæfingu eftir heilaskaða getur leikið vafi á akstursfærni. Aðstandendur hafa oft áhyggjur af akstri þessara einstaklinga. Vorið 2017 var stofnað þverfaglegt teymi við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) í þeim tilgangi að þróa verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Í teyminu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og öldrunarlæknar auk annarra sérfræðinga eftir þörfum. Við þróun verklags var notast við gagnreyndar aðferðir og erlendar rannsóknir. Einnig var horft til verklags í öðrum löndum og fræðsla m.a. sótt til Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.Sigrún V. Heimisdóttir sálfræðingur.Teymið hefur aðallega metið akstursfærni einstaklinga með heilabilun og þeirra sem hafa fengið heilaáföll. Flestar tilvísanir berast úr heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og minnismóttöku SAk en hafa einnig borist frá öðrum læknum og lögreglu. Matið felur í sér viðtal og skoðun öldrunarlæknis og eftir atvikum taugasálfræðilegt mat sálfræðings og færnimat hjá iðjuþjálfa. Ef þurfa þykir fer fram verklegt ökumat á vegum úti með iðjuþjálfa og ökukennara sem er í samvinnu við teymið. Teymið tekur ákvörðun um akstursfærni einstaklings með hliðsjón af niðurstöðum prófanna og ákveður hvernig eftirfylgni skuli háttað. Á árinu 2018 komu 46 einstaklingar til mats hjá ökumatsteyminu. Þar af var 25 ráðlagt að hætta akstri. Teymið kynnti drög að verklagi fyrir fagfólki á minnismóttöku á Landakoti og flutti erindi á Læknadögum 2019. Ljóst er af umræðum í kjölfarið að þörf er á frekari þróun samræmds verklags og stefnt að samvinnu við LSH um það. Verklagið hefur einnig verið kynnt fulltrúum Samgöngustofu, Embættis landlæknis og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Með þessari grein viljum við vekja almenning til umhugsunar um öryggi aldraðra í umferðinni. Margir aldraðir velta fyrir sér hvenær rétt sé að hætta akstri og mikilvægt er að jafnræðis sé gætt við mat á því. Það er til hagsbóta fyrir lækna að geta stuðst við samræmt verklag við slíkt mat. Við teljum styrk í að vinna matið þverfaglega og eftir viðurkenndum aðferðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að aka bíl felur í sér frelsi og sjálfstæði að margra mati. Þegar aldurinn færist yfir geta þó verkefni sem áður voru einföld orðið krefjandi og flókin. Heilbrigðir aldraðir eru almennt góðir ökumenn og búa yfir reynslu. Þeir valda þegar á heildina er litið fáum banaslysum. Erlendar rannsóknir sýna þó að miðað við fjölda slysa á hvern ekinn kílómetra valda aldraðir mun fleiri banaslysum og verða sjálfir fyrir alvarlegri áverkum en yngri ökumenn. Ýmsar breytingar verða með hækkandi aldri. Sjón og heyrn daprast, viðbragð verður hægara auk þess sem vöðvastyrkur og samhæfing hreyfinga skerðist. Sjúkdómar eru einnig algengari, t.d. heilabilunarsjúkdómar og samhliða sjúkdómum fylgir oft aukin lyfjanotkun. Við flóknari athafnir eins og akstur verður erfiðara að viðhalda einbeitingu og athygli.Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfiSkýrar reglur gilda um veitingu ökuskírteinis og er ökumönnum gert að sanna akstursfærni sína með prófi að loknu námi. Í 48 gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, er fjallað um hverjum má veita ökuskírteini og segir þar að viðkomandi skuli sjá og heyra nægilega vel og vera að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega. Í III. viðauka við reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini er fjallað nánar um lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í viðaukanum er kveðið á um að umsækjanda skuli gert að fara í læknisskoðun ef í ljós kemur að hæfni er skert af læknisfræðilegum ástæðum. Þar er fjallað nánar um heilbrigðisskilyrði er varða sjón, heyrn, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, taugasjúkdóma, flogaveiki, geðtruflanir, nýrnasjúkdóma og áfengisnotkun, notkun ávana- og fíkniefna auk læknislyfja.Ragnheiður Halldórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir.Við 70 ára aldur þarf að endurnýja ökuréttindi og umsækjandi sem orðinn er 65 ára eða eldri þarf að framvísa læknisvottorði þegar sótt er um endurnýjun. Vottorðseyðublaðið sem er notað er takmarkað þar sem það gefur ekki nægar upplýsingar um þá andlegu og líkamlegu færni sem nauðsynleg er fyrir akstur. Taka þarf vottorðið til endurskoðunar í samræmi við gildandi reglugerð. Hérlendis er ekki til samræmt verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandaþjóða, Kanada og Bretlands í þessum efnum. Frumvarp til breytinga á umferðarlögum hefur lengi verið í smíðum og var lagt fyrir á Alþingi í vetur. Það var nýverið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og því mikilvægt að skapa umræður um framgang þessara mála einmitt nú. Við grun um heilabilunarsjúkdóm og við endurhæfingu eftir heilaskaða getur leikið vafi á akstursfærni. Aðstandendur hafa oft áhyggjur af akstri þessara einstaklinga. Vorið 2017 var stofnað þverfaglegt teymi við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) í þeim tilgangi að þróa verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Í teyminu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og öldrunarlæknar auk annarra sérfræðinga eftir þörfum. Við þróun verklags var notast við gagnreyndar aðferðir og erlendar rannsóknir. Einnig var horft til verklags í öðrum löndum og fræðsla m.a. sótt til Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.Sigrún V. Heimisdóttir sálfræðingur.Teymið hefur aðallega metið akstursfærni einstaklinga með heilabilun og þeirra sem hafa fengið heilaáföll. Flestar tilvísanir berast úr heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og minnismóttöku SAk en hafa einnig borist frá öðrum læknum og lögreglu. Matið felur í sér viðtal og skoðun öldrunarlæknis og eftir atvikum taugasálfræðilegt mat sálfræðings og færnimat hjá iðjuþjálfa. Ef þurfa þykir fer fram verklegt ökumat á vegum úti með iðjuþjálfa og ökukennara sem er í samvinnu við teymið. Teymið tekur ákvörðun um akstursfærni einstaklings með hliðsjón af niðurstöðum prófanna og ákveður hvernig eftirfylgni skuli háttað. Á árinu 2018 komu 46 einstaklingar til mats hjá ökumatsteyminu. Þar af var 25 ráðlagt að hætta akstri. Teymið kynnti drög að verklagi fyrir fagfólki á minnismóttöku á Landakoti og flutti erindi á Læknadögum 2019. Ljóst er af umræðum í kjölfarið að þörf er á frekari þróun samræmds verklags og stefnt að samvinnu við LSH um það. Verklagið hefur einnig verið kynnt fulltrúum Samgöngustofu, Embættis landlæknis og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Með þessari grein viljum við vekja almenning til umhugsunar um öryggi aldraðra í umferðinni. Margir aldraðir velta fyrir sér hvenær rétt sé að hætta akstri og mikilvægt er að jafnræðis sé gætt við mat á því. Það er til hagsbóta fyrir lækna að geta stuðst við samræmt verklag við slíkt mat. Við teljum styrk í að vinna matið þverfaglega og eftir viðurkenndum aðferðum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar