Góða veðrið Kristín Þorsteindsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:30 Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun