Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 15. júní 2019 18:40 Það kom ekki á óvart að fjölmiðlar skyldu fylgjast með yfirheyrslum og málflutningi í máli umbjóðanda míns Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík s.l. fimmtudag. Það er vegna þess að Kristinn hafði verið rekinn úr starfi við skólann, sem hann hafði gegnt með sóma um áratugi, vegna ummæla sem hann hafði látið falla á vettvangi utan skólans um þjóðfélagsmál. Komu ummæli hans starfi hans við skólann ekkert við, þó að rektor hans hafi dylgjað um að í þeim hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar. Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni. Það er auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á.Ósannindi til að skaða Kristin frekar Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni. Það blasir við öllum sem kynna sér málið að skólinn er eftirá að reyna að safna sprekum í bálköstinn sem á að taka Kristin Sigurjónsson af lífi. Það er gert með því að tefla fram rógi um ávirðingar hans í starfinu gegnum árin, sem enginn fótur er fyrir og engar sannanir styðja. Hann hafði einfaldlega átt flekklausan feril í starfi sínu, sem skólinn hafði aldrei gert minnstu athugasemdir við þrátt fyrir að reglulega hafi átt sér stað viðtöl við hann eins og aðra starfsmenn. Það er greinilegt að stjórnendurnir hafa að einhverju marki áttað sig á skaðanum sem þeir ollu skólanum með framferði sínu gegn Kristni og vilja núna reyna að tjalda til eftiráfundnum skýringum á hátterni sínu. Starfsmannastjórinn og umræðuhópurinn Svo var annað í þessum frásögnum af málflutningnum. Ég hafði vikið að því að kona sem gegnir starfi starfsmannastjóra skólans hefði átt aðild að fjölmennum umræðuhópi á netinu, sem lyti stjórn ofstækisfullra kvenna sem einfaldlega virtust leggja hatur á karlmenn. Hafði ég sjálfur orðið fyrir barðinu á sóðalegum árásum á þessum vettvangi, sem ég gerði grein fyrir opinberlega s.l. haust. Við málflutninginn nefndi ég þetta dæmi til að sýna fram á hvernig starfsmenn þessa skóla fengju mismunandi meðferð hjá stjórnendum hans eftir geðþótta sem þar ríkti. Starfsmannastjórinn hafði beitt sér mjög gegn Kristni og sýnilega haft ákveðið frumkvæði að brottvikningu hans. Var því fróðlegt í þágu málflutningsins í málinu að fjalla um þessa mismunun, því víst er að ofstækisfólkið á síðu starfsmannastjórans taldi feng að því að þessi hátt setti starfsmaður í HR styddi sóðalegan málflutninginn þar. Mátti segja að þessi þátttaka stjórans væri skólanum mun skaðlegri en miklu saklausari ummæli Kristins höfðu verið. Að gefnu tilefni frá dómaranum skýrði ég við málflutninginn tilganginn með því að nefna þetta til sögunnar. Taldi ég þetta skipta máli, einkum þegar lagt yrði mat á miskabótakröfu Kristins. Í fjölmiðlum var sagt frá spurningum dómarans um þetta en alveg sleppt að nefna skýringar mínar. Mátti skilja þessar fréttir þannig að virðulegur dómarinn hafi sett ofan í við málflytjandann fyrir að flytja málið um eitthvað sem væri óviðkomandi sakarefninu. Ekki veit ég skýringu á þessum fréttaflutningi. Það er eins og fréttamennirnir hafi sérstaklega viljað styðja fyrirsvarsmenn skólans í þeirri ámælisverðu framkomu þeirra að vilja hindra möguleika Kristins á að fá vinnu annars staðar. Það er því hagsmuna hans vegna nauðsynlegt að koma fram með þessar athugasemdir.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Uppsögn lektors við HR Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að fjölmiðlar skyldu fylgjast með yfirheyrslum og málflutningi í máli umbjóðanda míns Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík s.l. fimmtudag. Það er vegna þess að Kristinn hafði verið rekinn úr starfi við skólann, sem hann hafði gegnt með sóma um áratugi, vegna ummæla sem hann hafði látið falla á vettvangi utan skólans um þjóðfélagsmál. Komu ummæli hans starfi hans við skólann ekkert við, þó að rektor hans hafi dylgjað um að í þeim hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar. Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni. Það er auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á.Ósannindi til að skaða Kristin frekar Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni. Það blasir við öllum sem kynna sér málið að skólinn er eftirá að reyna að safna sprekum í bálköstinn sem á að taka Kristin Sigurjónsson af lífi. Það er gert með því að tefla fram rógi um ávirðingar hans í starfinu gegnum árin, sem enginn fótur er fyrir og engar sannanir styðja. Hann hafði einfaldlega átt flekklausan feril í starfi sínu, sem skólinn hafði aldrei gert minnstu athugasemdir við þrátt fyrir að reglulega hafi átt sér stað viðtöl við hann eins og aðra starfsmenn. Það er greinilegt að stjórnendurnir hafa að einhverju marki áttað sig á skaðanum sem þeir ollu skólanum með framferði sínu gegn Kristni og vilja núna reyna að tjalda til eftiráfundnum skýringum á hátterni sínu. Starfsmannastjórinn og umræðuhópurinn Svo var annað í þessum frásögnum af málflutningnum. Ég hafði vikið að því að kona sem gegnir starfi starfsmannastjóra skólans hefði átt aðild að fjölmennum umræðuhópi á netinu, sem lyti stjórn ofstækisfullra kvenna sem einfaldlega virtust leggja hatur á karlmenn. Hafði ég sjálfur orðið fyrir barðinu á sóðalegum árásum á þessum vettvangi, sem ég gerði grein fyrir opinberlega s.l. haust. Við málflutninginn nefndi ég þetta dæmi til að sýna fram á hvernig starfsmenn þessa skóla fengju mismunandi meðferð hjá stjórnendum hans eftir geðþótta sem þar ríkti. Starfsmannastjórinn hafði beitt sér mjög gegn Kristni og sýnilega haft ákveðið frumkvæði að brottvikningu hans. Var því fróðlegt í þágu málflutningsins í málinu að fjalla um þessa mismunun, því víst er að ofstækisfólkið á síðu starfsmannastjórans taldi feng að því að þessi hátt setti starfsmaður í HR styddi sóðalegan málflutninginn þar. Mátti segja að þessi þátttaka stjórans væri skólanum mun skaðlegri en miklu saklausari ummæli Kristins höfðu verið. Að gefnu tilefni frá dómaranum skýrði ég við málflutninginn tilganginn með því að nefna þetta til sögunnar. Taldi ég þetta skipta máli, einkum þegar lagt yrði mat á miskabótakröfu Kristins. Í fjölmiðlum var sagt frá spurningum dómarans um þetta en alveg sleppt að nefna skýringar mínar. Mátti skilja þessar fréttir þannig að virðulegur dómarinn hafi sett ofan í við málflytjandann fyrir að flytja málið um eitthvað sem væri óviðkomandi sakarefninu. Ekki veit ég skýringu á þessum fréttaflutningi. Það er eins og fréttamennirnir hafi sérstaklega viljað styðja fyrirsvarsmenn skólans í þeirri ámælisverðu framkomu þeirra að vilja hindra möguleika Kristins á að fá vinnu annars staðar. Það er því hagsmuna hans vegna nauðsynlegt að koma fram með þessar athugasemdir.Höfundur er lögmaður
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun