Gömul hné Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun