Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. júní 2019 08:03 Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar