Hættan af glæpum Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Ég ætla ekki að draga í efa þá niðurstöðu Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur nú opinberað með skýrslu, að íslensku samfélagi stafi gríðarleg hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Sjálfsagt hefur embættið mikið til síns mál. Einhverjir tugir, eða hundruð, glæpamanna starfa skipulega á Íslandi segir löggan, svindla á kerfum og sinna eftirspurn eftir ólöglegum varningi og þjónustu, aðallega eiturlyfjum, undirborguðu vinnuafli (þrælum) og vændi. Megi lögreglunni vegna sem allra best í að uppræta svona óáran og vísast er nokkuð til í því — þótt ég voni að það sé ekki eina ástæða skýrslunnar — að lögreglan þarf meira fé til þess arna. En sem sagt. Löggan segir þetta. Maður hlustar. Í kjölfarið vakna samt fjölmargar spurningar og vangaveltur fyrir svona óþolandi afstæðispésa eins og maður er, sífellt nöldrandi „en þetta“ og „en hitt“. Ég iða af spurningunum. Hvað á lögreglan við? Er Ísland hættulegt? Hvers eðlis er þessi vandi?Örugg veröld Nú er ég í útlöndum, búinn að ferðast með fjölskyldunni um lönd sem mörg hver hafa þannig orðspor hvað glæpi varðar að sumir vinir mínir héldu að við hjónin værum klikkuð að ætla að fara þangað með börnin. En við höfum ekki lent í neinu misjöfnu, aldrei fundið til óöryggis eða verið ógnað á nokkurn hátt. Við höfum bara kynnst góðu fólki. Og hvað er ég að segja með þessu? Jú, þrátt fyrir að í Kólumbíu, svo ég nefni dæmi, hafi ekkert mætt okkur nema elskulegheitin, þá vitum við auðvitað að í Kólumbíu er líka að finna einhverjar harðsvíruðustu glæpaklíkur jarðar, jafnvel verri en á Íslandi. Ein af uppgötvunum okkar á ferðalaginu er hins vegar sú að öryggi felst ekki bara í því hvernig heimurinn er heldur líka í því hvernig maður sjálfur hagar sér. Ef maður er ekki úti í botngötu klukkan tvö um nótt að sverma fyrir kaupum á ofskynjunarsveppum eða skannandi barina í leit að ódýru vinnuafli fyrir leynilegan námugröft, þá lendir maður ekki í miklu veseni. Ef maður sjálfur er varkár og lætur hjá líða að gera heimskulega hluti, þá er veröldin eins örugg og hún getur yfirleitt verið. Sama er væntanlega uppi á teningnum á Íslandi. Ef maður er ekki fáviti, svermandi fyrir vændi og ódýru vinnuafli, eða fastur í viðjum fíknar, þá er Ísland jafnvel enn öruggara en það raunverulega er samkvæmt öllum alþjóðlegum samanburði.Að uppræta undirheima Mig grunar að veröldin sé orðin þannig í mun meiri mæli en áður, að glæpirnir séu í glæpaheimum, en snerti minna aðra en þá sem lifa þar og hrærast, sem gerendur eða þolendur. Verkefnið er þar með að fækka þeim sem búa í glæpaheimum. Við eina brú í Kostaríka, þar sem gjarnan er hægt að sjá urmul af krókódílum, var áður mikið um smáglæpi. Verið var að brjótast inn í bíla fólks á meðan það glápti á krókódílana. Núna hins vegar er framtakssamt fólk farið að bjóða ferðamönnum að fylgjast með bílunum þeirra og taka örlítið gjald fyrir. Kannski eru þetta sömu menn og voru áður ræningjar. Þeir hafa séð meiri möguleika í þessu. Svipað er að gerast mjög víða held ég. Hagur fólks af því að ferðamenn séu öruggir er svo mikill, að rán og rupl eru álitin tilræði við samfélagið og sjálfa tekjulindina. Hér sést hið fornkveðna. Til þess að glíma við glæpi er ekki endilega besta lausnin að hella fé í lögregluna svo að hún geti komið bófum bak við lás og slá, þótt oft sé vissulega ærið tilefni til þess. Það gæti hins vegar orðið eilífðarbarátta. Ég held að viðureignin við glæpi hljóti alltaf að fela í sér hið margbrotna og erfiða verkefni að breyta samfélagi, hugsunarhætti, að opna augu. Ef eftirspurn fíkla er sinnt af öðrum en smyglurum — til dæmis meðferðarstofnunum — hverfur eftirspurnin á hinum ólöglega markaði. Glíman er við eftirspurnina, ekki framboðið. Ný hugsun breytir eðli verkefnisins.Máttur nýrrar nálgunar Í Kólumbíu var saminn friður við skæruliðasamtök byltingarsinna í sársaukafullu ferli sem þurfti mikið hugrekki. Þar með hættu skæruliðarnir að fjármagna starfsemi sína með eiturlyfjaframleiðslu og glæpum og bjóða núna frekar fram til þings, eins og menn gera á Íslandi og víðar. Í landinu ríkir langþráður friður. Enginn vill hverfa aftur til fyrri tíma. Barátta lögreglu og hers við skæruliðana skilaði engu. Það þurfti aðra hugsun. Því segi ég þetta og ég vona að lögreglan sé því að einhverju leyti sammála: Mesta hættan sem steðjar að samfélagi, svona glæpalega séð, er sú að glíman við glæpi verði einstrengingsleg, þvermóðskufull og laus við alla viðleitni til þess að skilja veröldina og leysa vandamálin með nýrri nálgun. Það er oft erfitt, en líklega skilar ekkert annað meiri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að draga í efa þá niðurstöðu Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur nú opinberað með skýrslu, að íslensku samfélagi stafi gríðarleg hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Sjálfsagt hefur embættið mikið til síns mál. Einhverjir tugir, eða hundruð, glæpamanna starfa skipulega á Íslandi segir löggan, svindla á kerfum og sinna eftirspurn eftir ólöglegum varningi og þjónustu, aðallega eiturlyfjum, undirborguðu vinnuafli (þrælum) og vændi. Megi lögreglunni vegna sem allra best í að uppræta svona óáran og vísast er nokkuð til í því — þótt ég voni að það sé ekki eina ástæða skýrslunnar — að lögreglan þarf meira fé til þess arna. En sem sagt. Löggan segir þetta. Maður hlustar. Í kjölfarið vakna samt fjölmargar spurningar og vangaveltur fyrir svona óþolandi afstæðispésa eins og maður er, sífellt nöldrandi „en þetta“ og „en hitt“. Ég iða af spurningunum. Hvað á lögreglan við? Er Ísland hættulegt? Hvers eðlis er þessi vandi?Örugg veröld Nú er ég í útlöndum, búinn að ferðast með fjölskyldunni um lönd sem mörg hver hafa þannig orðspor hvað glæpi varðar að sumir vinir mínir héldu að við hjónin værum klikkuð að ætla að fara þangað með börnin. En við höfum ekki lent í neinu misjöfnu, aldrei fundið til óöryggis eða verið ógnað á nokkurn hátt. Við höfum bara kynnst góðu fólki. Og hvað er ég að segja með þessu? Jú, þrátt fyrir að í Kólumbíu, svo ég nefni dæmi, hafi ekkert mætt okkur nema elskulegheitin, þá vitum við auðvitað að í Kólumbíu er líka að finna einhverjar harðsvíruðustu glæpaklíkur jarðar, jafnvel verri en á Íslandi. Ein af uppgötvunum okkar á ferðalaginu er hins vegar sú að öryggi felst ekki bara í því hvernig heimurinn er heldur líka í því hvernig maður sjálfur hagar sér. Ef maður er ekki úti í botngötu klukkan tvö um nótt að sverma fyrir kaupum á ofskynjunarsveppum eða skannandi barina í leit að ódýru vinnuafli fyrir leynilegan námugröft, þá lendir maður ekki í miklu veseni. Ef maður sjálfur er varkár og lætur hjá líða að gera heimskulega hluti, þá er veröldin eins örugg og hún getur yfirleitt verið. Sama er væntanlega uppi á teningnum á Íslandi. Ef maður er ekki fáviti, svermandi fyrir vændi og ódýru vinnuafli, eða fastur í viðjum fíknar, þá er Ísland jafnvel enn öruggara en það raunverulega er samkvæmt öllum alþjóðlegum samanburði.Að uppræta undirheima Mig grunar að veröldin sé orðin þannig í mun meiri mæli en áður, að glæpirnir séu í glæpaheimum, en snerti minna aðra en þá sem lifa þar og hrærast, sem gerendur eða þolendur. Verkefnið er þar með að fækka þeim sem búa í glæpaheimum. Við eina brú í Kostaríka, þar sem gjarnan er hægt að sjá urmul af krókódílum, var áður mikið um smáglæpi. Verið var að brjótast inn í bíla fólks á meðan það glápti á krókódílana. Núna hins vegar er framtakssamt fólk farið að bjóða ferðamönnum að fylgjast með bílunum þeirra og taka örlítið gjald fyrir. Kannski eru þetta sömu menn og voru áður ræningjar. Þeir hafa séð meiri möguleika í þessu. Svipað er að gerast mjög víða held ég. Hagur fólks af því að ferðamenn séu öruggir er svo mikill, að rán og rupl eru álitin tilræði við samfélagið og sjálfa tekjulindina. Hér sést hið fornkveðna. Til þess að glíma við glæpi er ekki endilega besta lausnin að hella fé í lögregluna svo að hún geti komið bófum bak við lás og slá, þótt oft sé vissulega ærið tilefni til þess. Það gæti hins vegar orðið eilífðarbarátta. Ég held að viðureignin við glæpi hljóti alltaf að fela í sér hið margbrotna og erfiða verkefni að breyta samfélagi, hugsunarhætti, að opna augu. Ef eftirspurn fíkla er sinnt af öðrum en smyglurum — til dæmis meðferðarstofnunum — hverfur eftirspurnin á hinum ólöglega markaði. Glíman er við eftirspurnina, ekki framboðið. Ný hugsun breytir eðli verkefnisins.Máttur nýrrar nálgunar Í Kólumbíu var saminn friður við skæruliðasamtök byltingarsinna í sársaukafullu ferli sem þurfti mikið hugrekki. Þar með hættu skæruliðarnir að fjármagna starfsemi sína með eiturlyfjaframleiðslu og glæpum og bjóða núna frekar fram til þings, eins og menn gera á Íslandi og víðar. Í landinu ríkir langþráður friður. Enginn vill hverfa aftur til fyrri tíma. Barátta lögreglu og hers við skæruliðana skilaði engu. Það þurfti aðra hugsun. Því segi ég þetta og ég vona að lögreglan sé því að einhverju leyti sammála: Mesta hættan sem steðjar að samfélagi, svona glæpalega séð, er sú að glíman við glæpi verði einstrengingsleg, þvermóðskufull og laus við alla viðleitni til þess að skilja veröldina og leysa vandamálin með nýrri nálgun. Það er oft erfitt, en líklega skilar ekkert annað meiri árangri.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun