Nýr veruleiki Agnar Tómas Möller skrifar 5. júní 2019 07:15 Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar