Að breyta gróðurhúsalofti í grjót Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2019 08:00 Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar