Engin venjuleg tengsl Jill Esposito skrifar 7. júní 2019 07:00 Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun