Engin venjuleg tengsl Jill Esposito skrifar 7. júní 2019 07:00 Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar