Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna liðskiptaaðgerða erlendis sjöfaldaðist á þremur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 20:15 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands telur að boðaðar aðgerðir heilbrigðisyfirvalda muni draga úr þörf á liðskiptaaðgerðum erlendis. Mynd/Stjórnarráðið Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María. Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sexfalt fleiri Íslendingar fóru í liðskiptaaðgerðir erlendis í fyrra en árið 2016 og kostnaður vegna þeirra ríflega sjöfaldaðist milli tímabila. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að þetta sé mun meira en gert hafi verið ráð fyrir en býst við að aftur muni draga úr fjölguninni vegna boðaðra aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Landlæknir skilaði í síðustu viku af sér skýrslu um svonefnt biðlistaátak stjórnvalda eftir liðskiptaaðgerðum sem stóð yfir frá 2016 til 2018. Kannað var hvers vegna það hefði ekki skilað sér í meiri styttingu eftir slíkum aðgerðum. Niðurstaðan var að biðtími sjúklinga hefði styst en væri ennþá langt umfram viðmið. Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sé sjúkratryggðum brýn nauðsyn á læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina. Þá er greitt að fullu fargjald hins sjúkratryggða og fylgdarmanns. Loks eru greiddir dagpeningar vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofnunar svo og nauðsynlegs uppihaldskostnaðar fylgdarmanns. Frá árinu 2016 hafa slíkar aðgerðir margfaldast en það ár sóttu alls tíu um að fara í slíkar aðgerðir erlendis, þeir voru svo orðnir fjörtíu og fjórir 2017 og nítíu og níu á síðasta ári. Af þeim fóru fjórir í aðgerð 2016, tólf 2017 og 25 á síðasta ári. Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands jókst í takt við þetta og fór á þremur árum úr sex milljónum 2016 í ríflega 45 milljónir árið 2018. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að verið sé að vinna í að fjölga aðgerðum hér á landi til að draga úr þessum kostnaði. „Við gerðum ráð fyrir ákveðinni aukningu en þetta er nú heldur meira en það. Það er verið að leita leiða til að fjölga þessum aðgerðum hér heima, auka samvinnu stofnanna og koma á sameiginlegum biðlista og fleiri aðgerðir til að draga úr þessari þörf,“ segir María.
Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira