Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 16:42 Gauti Kristmannsson er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningadeilda Háskóla Íslands. Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. „Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“ Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“
Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira