Google takmarkar aðgang Huawei að Android Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 06:46 Bás Huawei á tæknisýningu sem fram fór í Kína á dögunum. Getty/Zhang Peng Tæknirisinn Google, sem meðal annars framleiðir Android stýrikerfið sem stjórnar flestum farsímum heimsins, hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huawei, stærsta farsímaframleiðanda Kína, nema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. Þetta þýðir að Huawei-síma verður ekki hægt að uppfæra og aðgangur að ýmsum smáforritum í símana tapast. Til að mynda er áætlað að ekki verði hægt að nota YouTube eða Google Maps eftir ákvörðunina. Þá er útlit fyrir að Huawei símar verði einfaldlega ekki með Android stýrikerfið þegar það verður uppfært í heild sinni á næsta ári. Huawei mun þó áfram geta notast við þá útgáfu Android sem er opin öllum (e. open source licence), en Google mun þó ekki reiða fram neina tæknilega aðstoð. Örgjörvaframleiðendur á borð við Qualcomm, Xilinix og Broadcom hafa tjáð starfsmönnum sínum að þau muni ekki versla frekar við Huawei, þangað til annað er tekið fram, ef marka má fréttir Bloomberg af málinu.Sjá einnig: Hóta hefndum vegna Huawei-bannsRichard Wu, yfirmaður neytendamála hjá Huawei, sagði í samtali við Die Welt í mars að félagið væri reiðubúið, færi svo að það gæti ekki lengur notast við bandarískan hugbunað. „Við erum búin að hanna okkar eigin stýrikerfi. Komi einhvern tímann til þess að við getum ekki notast við þessi [bandarísku] kerfi þá erum við tilbúin.“ Framkvæmdastjóri Huawei tók í sama streng í viðtali um helgina. Félaginu myndi vegna „vel“ án bandarískra íhluta. Hvíslað hefur verið um það í tæknigeiranum síðustu mánuði að Huawei hafi sankað að sér örgjörvum og öðrum bandarískum íhlutum, færi svo að steinn yrði lagður í götu félagsins. Ætla má að ekki verði undið ofan af þessari stöðu nema Kínverjar og Bandaríkjamanna grafi stríðöxina, en þeir berjast nú hatrammt á viðskiptasviðinu og keppast við að hækka innflutningstolla á vörur hvers annars. Donald Trump Google Huawei Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Tæknirisinn Google, sem meðal annars framleiðir Android stýrikerfið sem stjórnar flestum farsímum heimsins, hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huawei, stærsta farsímaframleiðanda Kína, nema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. Þetta þýðir að Huawei-síma verður ekki hægt að uppfæra og aðgangur að ýmsum smáforritum í símana tapast. Til að mynda er áætlað að ekki verði hægt að nota YouTube eða Google Maps eftir ákvörðunina. Þá er útlit fyrir að Huawei símar verði einfaldlega ekki með Android stýrikerfið þegar það verður uppfært í heild sinni á næsta ári. Huawei mun þó áfram geta notast við þá útgáfu Android sem er opin öllum (e. open source licence), en Google mun þó ekki reiða fram neina tæknilega aðstoð. Örgjörvaframleiðendur á borð við Qualcomm, Xilinix og Broadcom hafa tjáð starfsmönnum sínum að þau muni ekki versla frekar við Huawei, þangað til annað er tekið fram, ef marka má fréttir Bloomberg af málinu.Sjá einnig: Hóta hefndum vegna Huawei-bannsRichard Wu, yfirmaður neytendamála hjá Huawei, sagði í samtali við Die Welt í mars að félagið væri reiðubúið, færi svo að það gæti ekki lengur notast við bandarískan hugbunað. „Við erum búin að hanna okkar eigin stýrikerfi. Komi einhvern tímann til þess að við getum ekki notast við þessi [bandarísku] kerfi þá erum við tilbúin.“ Framkvæmdastjóri Huawei tók í sama streng í viðtali um helgina. Félaginu myndi vegna „vel“ án bandarískra íhluta. Hvíslað hefur verið um það í tæknigeiranum síðustu mánuði að Huawei hafi sankað að sér örgjörvum og öðrum bandarískum íhlutum, færi svo að steinn yrði lagður í götu félagsins. Ætla má að ekki verði undið ofan af þessari stöðu nema Kínverjar og Bandaríkjamanna grafi stríðöxina, en þeir berjast nú hatrammt á viðskiptasviðinu og keppast við að hækka innflutningstolla á vörur hvers annars.
Donald Trump Google Huawei Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15