Ekki spila með framtíðina þeirra Logi Einarsson skrifar 21. maí 2019 07:00 Í gær birtust andlit 272 ungmenna í opnuauglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar!“ Ungt fólk úr öllum áttum finnur sig knúið til að verja sig og sína framtíð gegn einangrunarhyggju og sundurlyndi. Þau eiga það sameiginlegt að telja opið, frjálst og alþjóðlegt samfélag líklegast til lausnar á aðsteðjandi vandamálum. Undanfarna mánuði hefur ungt fólk einnig farið í loftslagsverkföll til að þrýsta á miklu róttækari aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er kynslóðin sem mun bera uppi íslenskt samfélag næstu áratugina, fólkið sem þarf að taka til eftir okkur. Nýjustu rannsóknir sýna að á næstu árum ræðst hvort mannkyninu tekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum eða við þurfum að fást við skelfilegar afleiðingar þeirra. England og Skotland hafa þegar lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og ljóst er að fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið, Ísland líka. Yfirlýsing ein og sér dugar þó skammt. Henni þarf að fylgja eftir með róttækri, skýrri stefnumótun, tímasettum aðgerðum, mælanlegum markmiðum og verulegu fjármagni. Ísland á að vera fyrirmynd í loftslagsmálum. Við þurfum að ráðast í aðgerðir sem krefjast breytinga á samfélagsskipan og hegðun okkar til framtíðar – í því felast vissulega áskoranir en líka tækifæri. Við þurfum grænan samfélagssáttmála þar sem enginn getur skorast undan. Hvorki stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar. Ungt fólk hefur fundið á eigin skinni hversu mikilvægt það er að eiga í náinni samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og því finnst óhugsandi að vera án þeirra ómældu lífsgæða og tækifæra sem EES hefur fært okkur. Það áttar sig á að við þurfum á öðrum þjóðum að halda ef framtíðarsamfélag okkar á að vera spennandi og fjölbreytt. Og að baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst enn nánara alþjóðasamstarfs, eins og aðrar áskoranir nútímans. Hlustum á ungt fólk og tökum þátt í því að tryggja þá framtíð sem það kallar eftir. Byggjum upp betra, opnara, frjálsara, grænna og alþjóðlegra samfélag.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtust andlit 272 ungmenna í opnuauglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar!“ Ungt fólk úr öllum áttum finnur sig knúið til að verja sig og sína framtíð gegn einangrunarhyggju og sundurlyndi. Þau eiga það sameiginlegt að telja opið, frjálst og alþjóðlegt samfélag líklegast til lausnar á aðsteðjandi vandamálum. Undanfarna mánuði hefur ungt fólk einnig farið í loftslagsverkföll til að þrýsta á miklu róttækari aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er kynslóðin sem mun bera uppi íslenskt samfélag næstu áratugina, fólkið sem þarf að taka til eftir okkur. Nýjustu rannsóknir sýna að á næstu árum ræðst hvort mannkyninu tekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum eða við þurfum að fást við skelfilegar afleiðingar þeirra. England og Skotland hafa þegar lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og ljóst er að fleiri þjóðir fylgja í kjölfarið, Ísland líka. Yfirlýsing ein og sér dugar þó skammt. Henni þarf að fylgja eftir með róttækri, skýrri stefnumótun, tímasettum aðgerðum, mælanlegum markmiðum og verulegu fjármagni. Ísland á að vera fyrirmynd í loftslagsmálum. Við þurfum að ráðast í aðgerðir sem krefjast breytinga á samfélagsskipan og hegðun okkar til framtíðar – í því felast vissulega áskoranir en líka tækifæri. Við þurfum grænan samfélagssáttmála þar sem enginn getur skorast undan. Hvorki stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar. Ungt fólk hefur fundið á eigin skinni hversu mikilvægt það er að eiga í náinni samvinnu við vinaþjóðir okkar í Evrópu og því finnst óhugsandi að vera án þeirra ómældu lífsgæða og tækifæra sem EES hefur fært okkur. Það áttar sig á að við þurfum á öðrum þjóðum að halda ef framtíðarsamfélag okkar á að vera spennandi og fjölbreytt. Og að baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst enn nánara alþjóðasamstarfs, eins og aðrar áskoranir nútímans. Hlustum á ungt fólk og tökum þátt í því að tryggja þá framtíð sem það kallar eftir. Byggjum upp betra, opnara, frjálsara, grænna og alþjóðlegra samfélag.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun